sunnudagur, 13. janúar 2008

Nýtt skrapp ár

Gleðilegt ár allir saman. Nýtt skrapp ár gengið í garð og ég er búin að vera nokkuð dugleg allaveganna búin með 6 síður og er ágætlega sátt við það. Hér eru svo myndir af þeim öllum: Fyrsta síðan er forsíða í bók um fjölskylduna okkar. Myndin er tekin á aðfangadag. Skrautið á síðunni er úr allt úr raki. Pappírinn er frá Bohemia(my mind´s Eye)

Næsta síða er forsíða á bók um mig. Pappírinn er frá BG. Stafina geri ég í Cricut og kallkaði þá. Skrautið er úr RAK. CB er frá IngunniH, ég kalkaði það og inkaði svo kantana svo CB mundi sjást betur.

Þessi rammi er gerður fyrir engilinn minn Jónas Þór. Allt skrautið á síðunni fékk ég í RAK frá ÁslauguOtt.

Þessa síðu er ég ekki allveg nógu ánægð með. En þetta eru myndir frá því í DK, sumarið 2006!!! Pappírinn er mjög gamall, keypti hann fyrir löngu síðan og sé eiginlega eftir því. En er samt að reyna að nota hann. Stafirnir eru BG.

Þessi fer í áskorun á skrapplistanum. Hugsaðu út fyrir kassann. Áttum að nota 2 hluti sem voru ekki ,,ætlaðir" í skrapp. Ég tók bækling frá Danmörkuferðinni og setti hann á síðuna og svo er danski fánanum stungið í borðann.

Síðan er ég ekki búin að taka mynd af 6 síðunni en geri það fljótlega og skelli henni hérna inn.
Endilega komentið ef þið lítið við ;-)