þriðjudagur, 26. júní 2007

Töskukort


Þetta er fyrsta töskukortið sem ég gerði. En þau eiga eftir að verða fleirri. Þetta kort var til 6 ára frænku Steina, hana Elísu Sif. Algjört gellu kort hérna á ferð :-)

Teingdamamma


Þessi mynd af teingdamömmu er líka úr ferðinni okkar á Grímstaði um páskana. Þetta var í fyrsta og sennilega eina skiptið sem ég fæ að sjá teingdamömmu í glasi. Er búið að gera svo mikið grín af henni síðan þá að ég held hún þori bara ekki að fá sér aftur í glas með mér.
En myndina bað hún mig um að taka af sé og sagði Þórdís takktu mynd af mér svona og lyfti upp glasinu. Ég fer alltaf að brosa þegar ég sé þessa mynd.

Eins og fyrri síðan þá er þessu unnin úr afgöngum. Og nóg af afgöngum á ég enn eftir.

Hvítvíns kötturinn


Þetta er mynd af mér frá því um páskana 2006. En þá fórum við ásamt teingdó og foreldrum mínum upp á Grímstaði. Þar lifðum við sældar lífi alla páskana, borðuðum góðan mat og drukkum hvítvín. Þennan Hvítvíns kött fékk ég í ríkinu og auðvita varð ég að kaupa hann enda ekkert smá flottur kissi þarna á ferð.

Ég photoshopaði myndina, síðan er öll unnin úr afgöngum hjá mér. Á svo mikið af dóti sem ég veit ekkert hvar ég fékk og er ég því að reyna að klára það.

Scrapblogg

Ég verð auðvita að vera eins og allir aðrir og opna svona scrap blogg. En er auðvita alltaf pínu á eftir öllum öðrum. En það verður nú bara hafa það.

Á þessari síðu mun ég pósta inn öllu sem ég geri tengdu skrapinu. Á nú kannski eftir að pósta inn gömlu síðunum mínum fyrst þar sem ég á örugglega ekki eftir að scrapa neitt fyrr en í ágúst.
En þetta á nú allt eftir að þróast og koma í ljós síðar.

Kveðja

Þórdís Guðrún