sunnudagur, 30. desember 2007

Ný síða

já mér tókst að gera tvær síður eða eina opnu. Myndir frá dýragarðnum sem við fórum í Dk á síðasta ári. Var að taka þátt í áskorun og það voru 10 atriði sem átti að nota og hér eru þau:

1. 4 myndir urðu að vera
2.Bling -> á myndunum

3. Hringir -> stórir hálfhringir á hvorri síðu og svo einn bling hringur á einni mynd, hringur undir danska fánanum, oo eru svo í hring eða er það ekki öruggt??? :-/
4. ink-> hér og þar, en aðalega hér ....
5. glærur -> á engar :-(
6. filt efni -> fimm af blómunum er úr filti
7. stimplar -> notaði glæru stimpla undir filt blómin og utan um textabox
8. splitti -> á öllum blómum

9. borðar - > einn á eitt hvori síðunni
10. blóm -> aðalega þar....


Síðan eru rub-on í hornunum











fimmtudagur, 27. desember 2007

Harmonikualbúm

já við gáfum foreldrum okkar albúm með myndum úr brúðkaupinum okkar í sumar og gerði ég það að harmonikualbúmi og er bara mjög sátt við það. Gleymdi bara að taka mynd af öðru þeirra og það er lent á Blönduósi og tek ég bara myndir af því þegar ég ver þar næst. Ég fór og keypti mér stórt karton, braut það í tvennt og klippti. Síðan beygði ég bara pappírinn það sem við átti þurfti að líma saman á einum stað. Allar myndirnar setti ég á svartar mottur og svo skreytti ég missmunanndi setti samt alldrei neinn texta inn á myndirnar. Hér er svo útkoman











sunnudagur, 25. nóvember 2007

Afmæliskort


Pabbi á afmæli á morgun og bjó ég til þetta kort fyrir hann. Þetta kort er gert eins og jólakortið sem ég gerði. Það er ótrúlega gaman að gera þetta kort. Gerði smá breytingu frá leiðbeiningunum til að það væri meira pláss til að skrifa texta á og tókst það vel. Á örugglega eftir að gera fleiri svona kort.

laugardagur, 24. nóvember 2007

jólakort


Loksins virðist ég geta sett það sem ég er búin að vera að gera á netið. Hér er eitt kort sem ég gerði eftir leiðbeiningum úr Kortaklúbb Huldu P. Er mjög sátt. Það er svo ótrúlega gaman að gera svona smá flókin kort

þriðjudagur, 30. október 2007

Digital skrapp


Vá hvað þetta var einfalt. Mér er búið að langa að geta gert digital síðu lengi en var ekkert að skilja hvernig ég ætti að gera þær. Ættlaði alltaf að kíkja á Viggu og læra þetta af henni en eftir dálítið mikið fikt tókst mér þetta. Hún er allst ekki flókin notaði eitthvað sem ég átti í tölvunni, ekkert mjög sérstakt. En var bara svo montin að geta get þetta. En ættla nú að leifa ykkur að sjá árangurinn.

sunnudagur, 14. október 2007

Bakki, kort og innpökkun




Skrapaði eina síðu áðan, átti reyndar frekar að vera að læra en heilsan bauð ekki upp á svo flókið verkefni. Síðan fer í helgaráskorun á skrappspjallinu og fann ég lo í fréttablaðinu á miðvikudaginn. En þegar ég var búin að ljúka síðunni var hún kannski ekki eins lík og hún átti að vera en lét það duga. Hefði viljað finna annað lo en ég hef ekki fengið fréttablaðið síðan á miðvikudaginn, þetta er eins og að vinna í lottó að fá fréttablaðið hér.



pp er Diane's Daughters
flest blóm frá prima önnur veit ég ekki hvaðan þau eru
splitinn eru héðan og þaðan
stafirnir eru handgerðir
Rammin óþekktur

Svo er kort hérna sem ég gerði um helgina og ég pakkaði inn gjöf sem ég gaf reyndar ekki en bjó til umbúðir utan um hana.
PP sem ég nota í kortið er óþekktur
blómið er frá prima og svo er dútlið rub-on

laugardagur, 6. október 2007

Kortadagur





Ég er búin að gera 4 kort í dag og allt jólakort. Sum þeirra fara í kortaáskoranir á www.scrabook.is
Kartonin sem ég nota í kortin eru venjuleg föndurkarton, svo nota ég voðaleg fínan pappír sem ég keypti í offic one um daginn voðalega glansandi og fínn bara mann ekki hvað hann heitir. Hvíti gimerpappírinn er eldgamal örugglega með þeim fyrstu sem ég eignaðist. en hér eru kortin og ég veit myndirnar eru lélegar. Vonandi fer skannin að komast í gang.

sunnudagur, 30. september 2007

kort


Ég skráði mig í kortaklúbb hjá Huldu P. Ekkert smá æðislegt fyrir mig þar sem ég er ekki sú færasta í bransanum að gera kort. Svo eru leiðbeiningarnar hjá henni svo æðislegar að ég get meiri segja skilið þær. Oft sem ég er að lesa mér til um hvernig eigi að gera hin og þessi kort og allt hringsnýst hjá mér. Þó ég sé klár á ýmsum sviðum þá hefur korta gerðin ekki verið eitt af því. En þetta kort fær litli frændi minn sem Baddi og Hafdís voru að eignast á föstudaginn. Óli bróðir fékk hann sem sagt í afmælisgjöf, ekki slæm gjöf það:-) Myndin af kortinu er mjög léleg, verð að fara að skanna inn dóttið mitt.
Kortið er gert úr afgangs pappír, á svo mikið af honum. "stimpilinn" var fengin að láni frá http://www.whippersnapperdesigns.com/index.php og borðan fékk ég í raki einhver tíman í vetur.
Svo nú bíð ég spennt eftir því að fá nýjar kortaleiðbeiningar til að gera annað kort :-)

mánudagur, 24. september 2007

2 síður í kvöld

Var ein heima svo ég ákvað að skella mér við skrapp borðið og skella í síðu og síðan urðu þær tvær. Er bara nokkuð ánægð með þær. Grunnpappírinn á síðunum er frá BG en síðan er allt annað afgangar og rak sem ég hef fengið. Er að reyna að nýta upp það sem ég á, því þá get ég farið að versla meira :-) Annað kvöld er ég að fara á skrautskriftarnámskeið og hlakkar mig mikið til að fara og læra skreutskrift. Þá get ég loks farið að skrifa almenninlega á síðurnar. En hérna eru síðurnar.

Fyrir að vera virk



Haldið þið ekki að það hafi verið pakki til mín þegar ég kom úr vinnunni í dag. Ég var dregin út af listanum og Begga sendi mér þetta líka flotta dót. En veitt einhver til hvers ég get notað hvítu járnin á sem eru neðst á efri myndinni. Getið kannski bent mér á síðu sem þetta er notað á. Er nefnileg mjög flott.

sunnudagur, 23. september 2007

Ævintýrasíða


Það kom áskorun á skrapplistann um að gera ævintýrasíðu og ég varð bara hreinlega að taka þátt. Ekkert smá skemmtileg áskorun. Átti reyndar enga almennilega mynd en notaðist við mynd af mér frá því ég var gæsuð , en þar var sett á mig kóróna og ég hafði einhverskonar sprota í hönd. Svo ég ákvað að nýta mér hana bara. En geri örugglega aftur svona síðu ef ég fæ betri mynd til þess. En hér er afraksturinn.

laugardagur, 22. september 2007

Kort


Aldrei þessu vannt bjó ég til kort. Ástæðan var sú að litli bróðir minn var 18 ára núna 19. sept. Finnst nú samt að hann sé 10 ára en svo er nú ekki. Kortið bjó ég til úr afgöngum ég notaðist við skissu sem er í kortaáskorun á skrapplistanum en með smá breitingum. Ég hef verið undafarna daga verið að reyna að nýta upp gamlann pappír og enn sést ekki högg á vatni. Langar svo að fara að eignast nýjan og spennandi pappír. Ég ætlla nú að leifa mér að kaupa kannski smá pappír fljótlega. Eins og þið sjáið á kortinu varð smá klúður en ég hafði engan tíma til að breyta því enda var kortið gert á síðustu stundu eins og margt annað sem ég geri.
Við vorum að setja brúðarmyndir í ramma og vá hvað mig hlakkar mikið til að fara að skrappa þessar myndir. Enda ekkert smá flottar myndir. Enda með færan ljósmyndara sem tók þær.
Svo er árshátíð í kvöld og aldrei að vita nema ég nái að taka einhverjar flottar myndir þar.

Ég búin að vera að dunda mér við að setja inn linka inn á aðra skrappara og ef einhver er ekki sáttur þá endilega látið mig vita. Líka ef ég er að gleyma einhverjum.

þriðjudagur, 18. september 2007

Fyrir og eftir

Vá hvað ég var komin með mikið ógeð af skrapp horninu mínu. Enda ekki skrítið það var allt á hvolfi þar. Í gærkvöldi byrjaði ég að dúlla mér við það að koma reglu á hlutina fór að flokka blómin og annað smá dót. Smá dótið setti ég í krukkur sem ég keypti í Ikea og áttu þær að fara undir þurkaðar krydd jurtir sem voru svo aldrei týndar í sumar. Enda eru þær mun flottari fyrir skrapp dótið hjá mér. Í dag eftir vinnu kláraði ég svo það sem eftir var. En hér sjáið þið breytingarnar sem urðu við þessa litlu tiltekt.




Stefnan hjá mér er samt að gera þetta enn betra en það er orðið. Er búin að finna hirslur í Ikea sem passa undir borðið, allavegana önnur þeirra síðan er spurning að setja einhverja hillur á vegginn.

Læt þetta duga í bili, aldrei að vita nema ég fari að skrappa og gangi þá frá jafn óðum eftir mig ;-)

mánudagur, 17. september 2007

Fyrsta síðan í langan tíma

Ég hef ekki verið mjög virk hérna en nú ættla ég að gera breytingu á því. Ég hef nánast ekkert skrappað í sumar en nú er minn skrapp tími að byrja. Reyndar hef ég verið að vinna að verkefni á skrapplistanu og verið að skrappa uppskriftir. Það var mjög skemmtilegt verkefni en samt sem áður mjög stórt verkefni.
Í kvöld settist ég niður og skrappaði síðu fyrir áskorun 3 á skrapplistanum, fyrirmælin voru þau að nota elsta pappírinn minn, hafa eitthvað öfugt en annað var valfrjálst. Ég notaði myndir af Antoni Einari frá því að Grímstöðum páskana 2006. Hann var voðalega duglegur að aðstoða við uppvaskið eitt kvöldið. Pappírinn er hluti af pakka sem ég eignaðist þegar ég byrjaði að skrappa . Allt annað sem ég nota á síðunni er afgangur af hinu og þessu nema blómin neðst þau keypti ég ekki fyrir svo löngu eða reyndar í maí en þau eru frá prima.

Ættla svo að verða duglegri við að setja hérna inn sem ég er að gera svo þið verðið bara dugleg að fylgjast með :-)

þriðjudagur, 26. júní 2007

Töskukort


Þetta er fyrsta töskukortið sem ég gerði. En þau eiga eftir að verða fleirri. Þetta kort var til 6 ára frænku Steina, hana Elísu Sif. Algjört gellu kort hérna á ferð :-)

Teingdamamma


Þessi mynd af teingdamömmu er líka úr ferðinni okkar á Grímstaði um páskana. Þetta var í fyrsta og sennilega eina skiptið sem ég fæ að sjá teingdamömmu í glasi. Er búið að gera svo mikið grín af henni síðan þá að ég held hún þori bara ekki að fá sér aftur í glas með mér.
En myndina bað hún mig um að taka af sé og sagði Þórdís takktu mynd af mér svona og lyfti upp glasinu. Ég fer alltaf að brosa þegar ég sé þessa mynd.

Eins og fyrri síðan þá er þessu unnin úr afgöngum. Og nóg af afgöngum á ég enn eftir.

Hvítvíns kötturinn


Þetta er mynd af mér frá því um páskana 2006. En þá fórum við ásamt teingdó og foreldrum mínum upp á Grímstaði. Þar lifðum við sældar lífi alla páskana, borðuðum góðan mat og drukkum hvítvín. Þennan Hvítvíns kött fékk ég í ríkinu og auðvita varð ég að kaupa hann enda ekkert smá flottur kissi þarna á ferð.

Ég photoshopaði myndina, síðan er öll unnin úr afgöngum hjá mér. Á svo mikið af dóti sem ég veit ekkert hvar ég fékk og er ég því að reyna að klára það.

Scrapblogg

Ég verð auðvita að vera eins og allir aðrir og opna svona scrap blogg. En er auðvita alltaf pínu á eftir öllum öðrum. En það verður nú bara hafa það.

Á þessari síðu mun ég pósta inn öllu sem ég geri tengdu skrapinu. Á nú kannski eftir að pósta inn gömlu síðunum mínum fyrst þar sem ég á örugglega ekki eftir að scrapa neitt fyrr en í ágúst.
En þetta á nú allt eftir að þróast og koma í ljós síðar.

Kveðja

Þórdís Guðrún