mánudagur, 17. september 2007

Fyrsta síðan í langan tíma

Ég hef ekki verið mjög virk hérna en nú ættla ég að gera breytingu á því. Ég hef nánast ekkert skrappað í sumar en nú er minn skrapp tími að byrja. Reyndar hef ég verið að vinna að verkefni á skrapplistanu og verið að skrappa uppskriftir. Það var mjög skemmtilegt verkefni en samt sem áður mjög stórt verkefni.
Í kvöld settist ég niður og skrappaði síðu fyrir áskorun 3 á skrapplistanum, fyrirmælin voru þau að nota elsta pappírinn minn, hafa eitthvað öfugt en annað var valfrjálst. Ég notaði myndir af Antoni Einari frá því að Grímstöðum páskana 2006. Hann var voðalega duglegur að aðstoða við uppvaskið eitt kvöldið. Pappírinn er hluti af pakka sem ég eignaðist þegar ég byrjaði að skrappa . Allt annað sem ég nota á síðunni er afgangur af hinu og þessu nema blómin neðst þau keypti ég ekki fyrir svo löngu eða reyndar í maí en þau eru frá prima.

Ættla svo að verða duglegri við að setja hérna inn sem ég er að gera svo þið verðið bara dugleg að fylgjast með :-)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

flott síða :O)

hannakj sagði...

skemmtileg síða!