sunnudagur, 30. september 2007

kort


Ég skráði mig í kortaklúbb hjá Huldu P. Ekkert smá æðislegt fyrir mig þar sem ég er ekki sú færasta í bransanum að gera kort. Svo eru leiðbeiningarnar hjá henni svo æðislegar að ég get meiri segja skilið þær. Oft sem ég er að lesa mér til um hvernig eigi að gera hin og þessi kort og allt hringsnýst hjá mér. Þó ég sé klár á ýmsum sviðum þá hefur korta gerðin ekki verið eitt af því. En þetta kort fær litli frændi minn sem Baddi og Hafdís voru að eignast á föstudaginn. Óli bróðir fékk hann sem sagt í afmælisgjöf, ekki slæm gjöf það:-) Myndin af kortinu er mjög léleg, verð að fara að skanna inn dóttið mitt.
Kortið er gert úr afgangs pappír, á svo mikið af honum. "stimpilinn" var fengin að láni frá http://www.whippersnapperdesigns.com/index.php og borðan fékk ég í raki einhver tíman í vetur.
Svo nú bíð ég spennt eftir því að fá nýjar kortaleiðbeiningar til að gera annað kort :-)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æðislegt kort hjá þér, ég kortaillinn er líka að fara að gera kort eftir leiðbeiningunum hennar Huldu:O)

Nafnlaus sagði...

ekkert smá krúttað, þessi kortaklúbbur er bara æði ;O)