
Vá hvað ég var komin með mikið ógeð af skrapp horninu mínu. Enda ekki skrítið það var allt á hvolfi þar. Í gærkvöldi byrjaði ég að dúlla mér við það að koma reglu á hlutina fór að flokka blómin og annað smá dót. Smá dótið setti ég í krukkur sem ég keypti í Ikea og áttu þær að fara undir þurkaðar krydd jurtir sem voru svo aldrei týndar í sumar. Enda eru þær mun flottari fyrir skrapp dótið hjá mér. Í dag eftir vinnu kláraði ég svo það sem eftir var. En hér sjáið þið breytingarnar sem urðu við þessa litlu tiltekt.

Stefnan hjá mér er samt að gera þetta enn betra en það er orðið. Er búin að finna hirslur í Ikea sem passa undir borðið, allavegana önnur þeirra síðan er spurning að setja einhverja hillur á vegginn.
Læt þetta duga í bili, aldrei að vita nema ég fari að skrappa og gangi þá frá jafn óðum eftir mig ;-)
8 ummæli:
Flott hjá þér, þú átt eftir að njóta þess að setjast að skrappinu næst:O)
vá engin smá munur ,tek þig til fyrirmyndar einn góðann dag og geri það sama
Rosa fín aðstaða hjá þér og gaman að sjá svona fyrir og eftir myndir.
enginn smá munur :O)
Vá flott aðstaða, það er svo gaman að taka til í dótinu sínu :D
kv. ellen
glæsilegt :)
vá svo mikil breyting. Miklu betra núna. Gaman að sjá fyrir og eftir. Ég þarf líka fara að taka til hjá mér. allt í rústi.
Mjög flott hjá þér þetta er bara allt annað líf. Miklu skemmtilegra að skrappa þegar allt er hreint og fínt
Skrifa ummæli