Aldrei þessu vannt bjó ég til kort. Ástæðan var sú að litli bróðir minn var 18 ára núna 19. sept. Finnst nú samt að hann sé 10 ára en svo er nú ekki. Kortið bjó ég til úr afgöngum ég notaðist við skissu sem er í kortaáskorun á skrapplistanum



Við vorum að setja brúðarmyndir í ramma og vá hvað mig hlakkar mikið til að fara að skrappa þessar myndir. Enda ekkert smá flottar myndir. Enda með færan ljósmyndara sem tók þær.
Svo er árshátíð í kvöld og aldrei að vita nema ég nái að taka einhverjar flottar myndir þar.
Ég búin að vera að dunda mér við að setja inn linka inn á aðra skrappara og ef einhver er ekki sáttur þá endilega látið mig vita. Líka ef ég er að gleyma einhverjum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli